Dagur í lífi HetJunnar

Tuesday, March 14, 2006

Þjónustufulltrúar.
Ó hvað ég get varla beðið eftir að komast til keflavíkur svo ég geti farið að hitta þjónustufulltrúann minn reglulega. Særún, þessi rauðhærði sólargeisli í lífi mínu, er ekkert annað en góðmennskan uppmáluð þegar maður mættir í útibúið sitt með skítinn í buxunum útaf einhverju utanlandsferðafilleríseyðslu. hún getur alltaf lagað allt sem á mis fer í mínum fjármálum. allt! annað en þessar djöfulsins helvítis andskotans þurrkuntur í Íslandsb... hrmpf Glitnir heitir það víst. annað en þessar djöfulsins helvítis andskotans þurrkuntur í Glitnirs útibúinu niðrí miðbæ Reykjavíkur. fór þangað í dag til að skipta niður greiðslum fyrir vísa vegna þess að eins og vanalega þegar ég geri eitthvað þá geri ég það stórt. eins og að taka út af vísakortinu mínu. engu að síður þá byrja ég á því að tala við þessa ungu stúlku sem er greinilega nýbyrjuð sem þjónustufulltrúi og ekkert við hana að sakast. örugglega indælis stelpa. engu að síður... hún kunni ekki að gera það sem þurfti til þannig að hún náði í annan þjónustufulltrúa sem var ívið eldri og örugglega elsta manneskjan í vinnu hjá Ísla... Glitni. og þá á ég við allt heila batteríið. ég veit ekki hvað skreið uppí rassgatið á henni þennan morgunn, hvort hún taldi þörf á að sýna sig fyrir yngri og óreyndari þjónustufulltrúanum eða hvort hún væri e i n f a l d l e g a(brynja ég ætla að segja það) Á túr! það fyrsta sem hún byrjaði á var að spyrja AF hverju ég væri með kort hjá þeim þegar ég væri með reikning í kef. ég sagði bara kurteisislega við hana að ég byggi í bænum og hefði ekki alltaf tíma til að sendast á milli til að fara í banka. svo ætlaði ég að skipta greiðslunum. þá kom í ljós að það væri ekki hægt að skipta þeim til 12 mánuða nema að greiðslan væri minnst 10 þúsund á mán. ok þá skipti ég þessu bara í færri mánuði og borga 10 á mán. þá sagði hún að ég YRÐI að borga fyrstu greiðsluna núna sem væri 10þ. og kortinu yrði lokað þangað til sú greiðsla bærist. ég spurði hvort það væri ekki bara hægt að hækka heimildina á debetkortinu og borga þetta þá. VIÐ GETUM EKKI GERT ÞAÐ ÞVÍ ÞÚ ERT EKKI Í REIKNING HÉR. VERÐUR AÐ TALA VIÐ ÞJÓNUSTUFULLTRÚAN ÞINN Í KEFLAVÍK. ok geti þið þá ekki bara hringt í hann? VIÐ GETUM SVOSEM PRUFAÐ ÞAÐ. unga stúlkan gerði það og fór samtalið á þennan veg: hæ þetta er (blabla) hérna frá þjónustubúinu í Reykjavík. ég er hérna með Sigurð Arnar Sigurþórsson og er að athuga hvort hægt sé að hækka heimildina á debetkortinu hans svo hann geti borgað út vísareikninginn? hækka hana um 10 þúsund? komið? ok þakka þér fyrir(Særún, jú ar ðe sönsjæn of mæ læf). heyrðu þá er það bara komið en NÚNA kemur helvítis gribban aftur og spyr mig hvort ég vilji ennþá skipta þessu í 12mánuði? halló??? það var ekki hægt fyrir 5min síðan og alltíeinu hægt núna. hún hefur örugglega farið að skipta um dömubindi í millitíðini ha ha get it? millitíð(a) (brynja slakaðu á ég má nota þetta í sögunni minni). já auðvitað vil ég skipta þessu í 12mánuði. þá kemur hún með þú veist að þú getur bara skipt 2 mismunandi reikningum niður á 12 mánuði í einu þannig að ef þú ert með þennan reikning á 12 mánuði máttu bara vera með einn í viðbót. ég er ekki að stefna á að vera með fleiri en bara EINN reikning í greiðsludreyfingu í einu þannig að takk fyrir hjálpina og bless!! Særún rokkar, en gribban í rauðu ljótu peysunni!! BURN IN HELL!!! unga stúlkan mun örugglega verða betri þjónustu fulltrúi í framtíðinni ef hún tekur ekki gribbuna sér til fyrirmyndar.... SHIT!! hvað ef þessar breyttu áherslur séu útaf nýju nafngyftinni?!!! nýja lógóið er rautt! hún var í rauðu!! stelpan var í einhverju grænu og hvítu dóti! nenni ekki að bulla meir. HetJAnn rekur við í áttina að ykkur!

Thursday, February 23, 2006

Ég vil pásu.
þessi setning ásamt "eigum við ekki bara að vera vinir?" eru þær verstu sem maður getur heyrt þegar maður er ástfanginn. þessar setningar, til þess eins að deyfa höggið, eru í raun verri en að segja það hreint út að sambandið sé búið eða möguleikar á sambandi eru ekki til staðar. en samt þrátt fyrir það þá heldur maður alltaf í vonina, vitandi að tækifærið mun aldrei koma upp aftur.
ég og guðný hættum saman 2 dögum fyrir áramót þar sem hún þurfti tíma til að einbeita sér meira að sjálfri sér. ég skildi það fullkomlega þar sem hún er búin að ganga í gegnum ýmislegt og hefur kannski aldrei fullkomlega unnið úr sínum málum. ég vildi gefa henni smá rými og frið til að byggja sig upp. við höfðum ennþá samband við hvort annað. reyndar var það í raun eins og við hefðum ekki hætt saman að öðru en orðinu til. en svo fór þetta að minnka. svo þegar ég kom til hennar daginn sem ég fór út þá sagði hún einmitt það sem búið var að vera í gangi og fannst réttast að við minnkuðum þetta meira. já sagði ég. ég var að fara út í 2 vikur þannig að samskiptin myndu hvort eð er ekki vera mikil. það voru farin að koma ýmsir hlutir í ljós sem gáfu nokkuð örugglega í skyn hvert þetta stefndi. þó var það sérstaklega eitt ákv. atvik sem sem virkilega sagði mér að það væru litlir sem engir möguleikar til staðar lengur. en meðan ég var úti gerði ég mér fyrst ljós fyrir því hversu mikið ég virkilega elskaði hana. eins gaman og það var úti þá gat ég ekki hætt að hugsa um hana. allar tilfinningar voru á fullu. afbrýðisemi og áhyggjur kvöldu mig allann tímann.
þegar ég kom heim ákv. ég að gera það eina sem ég gat í stöðunni. ég fór heim til hennar til að færa mömmu hennar blóm þarsem amma þeirra lést meðan ég var úti. pabbi hennar guðnýjar var þarna og hann eins og reyndar öll fjölskyldan hennar hafa alltaf látið mér líða eins og ég hafi verið einn af fjölskyldunni og verð ég þeim ævinlega þakklátur fyrir það. ég hitti guðnýju og sagði henni frá ákvörðun minni. ég gæti ekki hitt eða talað við hana lengur. mér langaði að halda því áfram, haldandi í þá litlu von um að hún myndi elska mig aftur en það væri bara of mikið fyrir mig. ég er búinn að vera að tærast upp tilfinningarlega og ef ég myndi halda þessu áfram myndi þetta enda með pirring og vonsku í hennar garð sem ég gæti einfaldlega ekki afborið. ég elska þessa manneskju of mikið. hún sagðist skilja það og með þessu fallega brosi sínu kyssti hún mig og sagðist þykja svo vænt um mig. ég hélt ég myndi brotna saman þarna í þvottahúsinu hjá henni. að fara frá "ég elska þig ástin mín" yfir í "mér þykir svo vænt um þig" var og er bara of mikið fyrir mig. ekki var kossinn neitt til að bæta það. ég kvaddi hana og keyrði í bæinn. hún sendi mér sms og sagði að henni þætti svo vænt um mig og ég svaraði sem satt var að því miður þá gerði það ekki neitt fyrir mig. veit hún vill mér vel og ég vil allt það besta fyrir hana en af hverju gat það ekki verið ég. fór heim og strax í tölvuna til að leiða hugann frá þessu og það tókst þangað til ég fór að sofa. tilfinningarnar helltust yfir mig og ég fór að efast um sjálfann mig. var ég að gera það rétta? ég vissi það í huganum en hjartað vildi ekki gefa mér frið.
seinustu dagar eru búnir að vera svona. ég reyni að hafa eitthvað fyrir stafni svo ég hugsi ekki um hana. hékk í tölvunni til 3 í nótt svo ég væri örugglega orðinn það þreyttur að ég myndi steinsofna strax en það virkar ekki eins og allt annað. um leið og ég stoppa þá kemur hún uppí hugann. hugsa það mikið um hana að mér verður óglatt. ég er skíthræddur um að ég sé á mörkum ástarsorgar og það þurfi bara eitt korn til að ég falli í hyldýpið. flestir myndu halda þessu leyndu fyrir öllum nema kannski nánustu vinum en ég get það ekki. þetta er að éta mig að innan og ég verð að koma þessu út frá mér. vil ekki vera að drekkja vinum mínum í áhyggjum mínum af því hvað hún sé að gera núna eða hvort hún sé að hitta einhvern og hvort ég hafi tekið rétta ákvörðun. ég veit ég tók rétta ákvörðun. hún var samt svo erfið og hún er það ennþá. ég neyði mig á hverri mínutu til að hætta við að senda henni skilaboð vegna þess að ég veit að eina sem ég get sagt henni mun gefa henni samviskubit og þá þarf hún að segja mér eitthvað til baka til að reyna að láta mér líða betur en það gerir það aldrei. svo á endanum verð ég svo reiður innan í mér og þá myndi það bitna á henni.
af hverju þarf maður alltaf að reyna að finna sökudólg í svona málum? það er eins og maður geti ekki sannfært sig um að það var engum að kenna. það verður alltaf að vera eitthvað ákv. eitthvað sem maður getur bent á og sagt þú ert ástæðan fyrir því að hún elskar mig ekki lengur. alveg sama hvað það er. bara til þess að geta beint reiði sinni og sársauka eitthvert. ekki getur maður byrgt þetta inni og stundum er bara einfaldlega ekki nóg að tala um það. langar til að hlaupa út á miðja götu og öskra svo hátt "AF HVERJU?!!"að lungun á mér springa. kannski mér myndi líða betur í smástund. kannski ekki. en það myndi ekki breyta neinu. þetta er búið og ég er orðinn einn aftur.
ég veit að ég er ekki sá fyrsti og ætla ekki að reyna að sannfæra einn né neinn um að ég hafi það eitthvað verra en einhver annar í minni stöðu. þetta er bara fyrsta skiptið sem ég hef virkilega verið særður svona mikið. víst hef ég verið hrifinn og oft orðið sár að einhver stelpa hafi ekki verið hrifin af mér á móti en fyrsta skiptið sem ég elska, verið elskaður en ekki elskaður lengur af sömu manneskjunni. ég óska engum að lenda í þessu en auðvitað gerist þetta. kannski hef ég gert öðrum þetta og það eru mín mistök. það var bara komið að mér að finna fyrir því. þetta er enginn heimsendir. lífið heldur áfram og ég mun jafna mig á endanum. En mikið rosalega er þetta sárt.

Guðný gangi þér vel í lífinu og óska þér alls hins besta. þú ert sú fyrsta sem ég virkilega elskaði. kveðja Arnar.

Wednesday, February 22, 2006

ferðasaga HetJunnar í USA(partur sem ég nenni að segja frá allavegana)
eru þið tilbúin? ooookey!
ætla að segja ykkur frá 3 frekar skemmtilegum djammkvöldum sem ég og palli áttum og byrja ég á mánudagskvölinu 13.feb. mánudagskvöldin eru alltaf sérstök því þá er partý á Silo og er alltaf einhver þemi í gangi sem bytheway maggi fær aldrei minnismiða um. þannig að þetta kvöld var þeminn bleikur og af mér, palla, magga og richard þá komst maggi næst því að vera í laxableikri skyrtu. ríkharður fór snemma heim enda búinn að vinna frá sér alla rænu og var byrjaður að dotta við barborðið. maggi og palli dugðu lengur en fóru samt á undan mér heim þar sem ég hitti fólk sem actually mundu eftir mér síðan fyrir 2 árum úr einhverju einu partýi sem ég fór í. og viti menn! ég var "The Crazy Icelander" sem stökk milli sperrubita í lofti á einhverju húsi. nú viti þið hvað þið eigið að gera í partý svo að fólk muni eftir ykkur. rakst líka á Brian en hann er gaurinn sem sendi mér sms og hringdi í mig í sumar og sagðist ætla að kíkja í heimsókn til íslands og hvort ég vildi hitta hann. maggi gaf honum númerið mitt og hugsaði ég magga þeygjandi þörfina fyrir það en neeeeeei. hvað gerir HetJann blindfullur á Silo á mánudagskvöldi talandi við Brian(sem var klæddur í bleikann náttkjól með bleika smábarnahúfu á hausnum)? segir honum að hika ekki við að hringja eða senda e-mail ef kappinn skuli heimsækja ísland næsta sumar. get engum kennt nema sjálfum mér.
næsta laugardagskvöld var ´70 night á Snow Barn og fórum við palli, sigrún, lára systir og jeff eftir að hafa framreitt kvöldmat fyrir 70 manns(passar saman) á Snjóhlöðina. ´70 night reyndist síðan vera ´80 night(passar ekki saman lengur) en það skipti litlu máli. allir skemmtu sér konunglega með Jeff í fararbroddi enda kann sá maður að daaansaaaa!!!! þetta var frábær upplifun að horfa á hann á dansgólfinu. gaurinn um fimmtugt og hann átti dansgólfið. áhorfendahópur byrjaði að myndast í kringum hann og það æsti hann bara enn meira. sigrúnu var fleygt í allar áttir og mátti hún hafa sig alla við að fljúga ekki út í áhorfandaskarann. hún skemmti sér alveg konunglega. svo fóru Jeff Sigrún og Palli á Deacons en ég og lára urðum eftir á Snow Barn enda var hún með reikning á barnum og ég var ekki að fara að sleppa þeirri veislu. eftir snowbarn fór ég að hitta fólkið á Deakons en þá voru palli og jeff nýfarnir enda staðnum að loka en sigrún eitthvað að fylleríast ennþá þarna inni. kvöldið endaði með því að ég og sigrún enduðum inní setustofunni á Gray Ghost þar sem ég kveikti í arninum og sátum við þar að spjalli heillengi eða þangað til maggi fann okkur dauð uppí sófa klukkann korter yfir sex morgunninn eftir. maggi var ekki sáttur enda HetJann næstum búinn að kveikja í öllu hótelinu( að hans sögn en hvað get ég sagt? ég var fullur). ég fór þá niður að kúra hjá palla áður en hann færi í uppvaskið.
sunnudagskvöldið var nú eiginlega óvænt djamm þar sem ég ætlaði bara að vera rólegur fyrir brottför en það var einhver presidentsweek þannig að allir voru í fríi og allir staðirnir með eitthvað í gangi þannig að ég, palli og sigrún fórum aftur á deakons og fórum við í keppni hver gæti nælt sér í númer hjá einhverjum fyrst. Palli "nældi" sér í númer hjá einhverri fertugri við barinn(vegna þess hún var næst bjórnum hans) en sigrún nældi sér í gaur sem skutlaði henni í 7-11 og splæsti á hana ís. það er ennþá verið að bíða niðurstaðna um hver actually got lucky þetta kvöld en ég var eiginlega áhorfandi frekar en keppandi þar sem ég eyddi öllu kvöldinu í að tala við einhver gaur sem var í "Hard Rock Cafe Reykjavík" bol. sá hafði komið til íslands einn veturinn í heimsókn og langaði mikið að koma aftur og ég náttúrulega auglýsti land og þjóð útúm allt og fyrir alla sem vildu hlusta það kvöld. good times.
mánudaginn átti ég að taka rútuna klukkan hálf 12 frá bröttuboru og ætlaði ég að leggja af stað tíu. maggi sagði að það væri allt of langur tími þannig ég og palli lögðum af stað klukkan hálf 11. nógur tími. svo keyrum við af stað og þegar við erum komnir smá áleiðis... bíllinn er að verða bensínlaus.. ha?.. ljósið er komið.. hringdu í magga og athugaðu hvort bensínstöð sé á leiðinni. *On Star Ready* call.. *Name Tag Please?* home.. *Calling.. home..* það er á tali.. reyndu aftur.. það er aftur á tali.. ok eigum við að snúa við og taka bensín?.. (við snúum við) reyndu aftur.. hæ maggi?.. heyrðu við erum að verða bensínlausir og vildum athuga hvort það væri bensínstöð á leiðinni?.. rétt áður en við komum að beygjunni til hægri?.. ok takk. (við snúum aftur við). ok svo rétt áður en að við komum að beygjunni til hægri þá er bensínstöð. woohooo!!.. no wait... haldið ekki að allar dælurnar eru tómar!! fokkingshitandastupidagargh!! klukkan er orðinn 10:55 við förum inn spyrjum um bensínstöð, fáum leiðbeiningar, leggjum af stað og brunum í átt að næstu bensínstöð. svo eftir smá tíma... áttum við að fara frammhjá cementbrúnni eða yfir hana?.. uuu hhuuu uu?.. við höldum áfram. klukkan orðinn 11:20. finnum loksins bensínstöð tökum bensín. lengsta fokking dæling á bíl sem ég hef orðið vitni að!! svo þurfum við að fara aftur til baka að cementsbrúnni og yfir hana og bruna í átt að bröttuboru. núna er klukkan 11:35 rútann átti að fara 11:35. shitshitshitshit hvenærfernæstarútahvenærfernæstarútamáekkimissaaffluginu(en ég náði að fela það að ég væri stressaður enda vildi ég ekki hræða palla þar sem hann var nógu stressaður fyrir). svo komum við á rútustöðina klukkan 11:45 og enginn rúta. ég fer inn og tjekka hvenær næsta rúta fer til boston. ..hún kemur klukkan 15:00.. ok ég ætla að fá miða í hana.. þá sem kemur klukkan 15:00 eða 11:35?.. ha? er hún ekki farinn?.. nei hún á eftir að koma.. henni seinkar aðeins útaf umferðinni á presidentsweekend.. (Guð blessi fors.... nei annars).. heyrðu já ég ætla fá miða í rútuna sem kemur núna.. þetta mynnti óþægilega á glasgow ferð okkar palla þegar við sváfum næstum af okkur tjekkinnið í flugið heim en þannig er þetta bara. enginn lognmolla kringum vinina! svo hitti ég stelpu í rútunni sem var rosalega forvitin um hvaða tungumál ég hafði verið að tala við vin minn. svo ég sagði henni það og eins og alltaf þá reyndist hún vera mikill björk fan og átti allar plöturnar(eða flestar) og hafði rosalegan á huga á íslandi og langaði að heimsækja það. ætlaði að fara í háskólann hér en fékk ekki skólastyrk nema hún myndi læra íslensku þannig hún fór bara að læra kínversku í staðinn. við töluðum alla leiðina í rútunni og gat ég svona komið flestum hlutum útúr mér sem hún vildi vita án mikillar málhöltunar. hún bjó í Boston þannig að hún bauðst til að sýna mér eitthvað af borginni þar sem ég hefði svo mikinn frítíma fyrir flugið og auðvitað var Kínahverfið fyrir valinu. við borðuðum á einum af 78.000 veitingastöðunum sem eru þarna og var maturinn bara í fínasta lagi. ég reyndar fór ekki að skoða neitt meir þar sem ég vildi vera öruggur um að missa ekki af fluginu enda búið að ganga neitt rosalega vel leiðin í flugið hingað til. þannig ég kvaddi hana loksins og þakkaði fyrir mig eftir að hafa fengið að vita nafnið hennar aðeins 5 min áður. ég bara fattaði ekki að spyrja. hún hét rachel og er það áhugasöm um íslensku að hún hefur e-mailið sitt eftirnafn sitt eins og það myndi vera á íslensku. ágætist stelpa. well eftir þetta var það þessi venjulega innritun í flugið, fara í bókabúðina í flugstöðinni, kaupa sin city bók 7 ásamt III bókinni í hunter´s trilogyunni. núna verð ég bara að finna bók II, kaupa hana og lesa HANA til þess að geta hafa sagst gert það. lennti klukkan 6:eitthvað í kef. keypti 2 kippur Tuborg 3M&M poka í tollinum og var sofnaður um 7 leytið.

THE END
SHIIIIIT! hvað ég var lengi að skrifa þetta.

Tuesday, February 21, 2006

Just a perfect day.
þegar maður tekur erfiða ákvörðun þá er það yfirleitt útaf því að hún er rétt. ömurlegt!:(

Sunday, February 12, 2006

Deakon's Den
ég og palli fórum á Deakons í gær og spiluðum pool eins og það væri enginn morgunndagur(í dag). ég get svo svarið það! ég og palli höfum verið svona svipaðir í pool en í gær er eins og þetta litla sem við kunnum hafi safnast saman í honum. ég gat ekki hitt úr einföldustu skotum og palli(gleraugnalaus bytheway) hitti allt sem sett var upp fyrir hann. þetta var ótrúlegt. hef ekki séð neinn mann spila svona vel, og við vorum að spila á móti nokkrum mjög góðum gaurum og palli saltaði þá. eina ástæðan fyrir því að við unnum ekki alla leikina okkar var ég. ég gat ekki skít. annars er dagurinn í dag búinn að vera eftirfarandi: palli þunnur og veikur og ælandi allann dag. ég og maggi búnir að vera að þrífa upp eftir gyðingana sem voru hérna um helgina, palli búinn að reyna að hjálpa. ég og maggi fórum á Maple Leaf Brewery með danskann áróður til að mótmæla HEL... múslimum sem eru að drepa fólk út af skopmyndum(lélegri afsökun veit ég varla um). það var splæst dönsku ákavíti á alla sem vildu á barnum ásamt því sem "Buy Danish good" miðum var dreift um barinn. til hamingju með daginn
Darwin! HetJann er að fara að borða svo bið að heilsa frá Vermont! yfir og út!!

Friday, February 10, 2006

US of A. (home of World War II clubs and "I *HEART* machine guns" bumperstickers).
ég er að drepast í löppunum eftir fyrstu snjóbrettaferðina mína. ég er hálf þunnur eftir fyrsta fylleríið mitt með palla. ég á ennþá slatta af pening eftir fyrsta pókerkvöldið mitt. Frábært að vera kominn í Vermont og strax búinn að gera palla meira ölvaðann en hann hefur verið síðan hann kom hingað. hef frá öllum andskotanum að segja en er að fara að vinna með Jeff svo HetJann kveður frá West Dover. VERMONT BABY!!

Sunday, January 29, 2006

I was wrong.
jæja ég hafði víst rangt fyrir mér. það er hægt að festast yfir Bocchia eins og hverju öðru leiðinlegu sjónvarpsefni og ég gerði það í gær. finnst eitt mjög skrítið við þessa íþrótt að allir keppendur eru í nákvæmlega eins buxum. öðruvísi bolum, mislitum og munstruðum, en í alveg sömu heiðbláu buxunum allir saman. voru reyndar bara 2 sem voru að keppa en þar sem þetta er eina professional Bocchia keppnin sem ég hef séð þá geng ég út frá því að þessar buxur séu möst hjá hverjum keppanda.
HetJann kveður..